fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Fordæma skoðun kvensjúkdómalæknis á farþegum á flugvelli í Katar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. október 2020 07:15

Vél frá Qatar Airways. Mynd: EPA-EFE/WALLACE WOON

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áströlsk yfirvöld hafa mótmælt harðlega aðgerðum yfirvalda í Katar eftir að nýfætt barn fannst yfirgefið á salerni Hamad International flugvallarins fyrr í mánuðinum. Í kjölfar voru konur, sem voru farþegar með vél frá Qatar Airways, neyddar til að gangast undir skoðun hjá kvensjúkdómalækni. Meðal þeirra voru 13 ástralskar konur.

Seven News skýrir frá þessu. Fram kemur að ástralska lögreglan hafi málið nú til rannsóknar. Konurnar voru neyddar til að gangast undir skoðun hjá kvensjúkdómalækni í sjúkrabíl sem var komið fyrir á flugbrautinni eftir að barnið fannst.

Marise Payne, utanríkisráðherra Ástralíu, staðfesti í gær að ástralska ríkisstjórnin hafi tekið málið upp við sendiherra Katar. Hún sagði einnig að um „mjög sérstakan“ atburð hafi verið að ræða og að málið hafi verið kært til áströlsku lögreglunnar.

„Þessi atburður vekur miklar áhyggjur og er mjög óviðeigandi. Ég hef aldrei heyrt um neitt þessu líkt, ekki í neinu samhengi,“

sagði Payne og bætti við að ástralska ríkisstjórnin hafi komið sjónarmiðum sínum skýrt og greinilega á framfæri við ríkisstjórnina í Katar.

ABC segir að flugvallayfirvöld hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að enn hafi ekki verið borin kennsl á barnið og að það sé nú á sjúkrahúsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“