fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Pressan

Telur að loftslagsbreytingarnar muni hrekja milljónir Bandaríkjamanna frá heimilum sínum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. október 2020 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2018 fluttu 1,2 milljónir Bandaríkjamanna búferlum vegna loftslagsbreytinganna. Í mörgum skýrslum er því haldið fram að allt að helmingur Bandaríkjamanna verði fyrir miklum áhrifum af loftslagsbreytingunum á næstu árum og stafi ógn af þeim.

Síðustu 15 ár hefur um 430 milljörðum dollara verið varið til aðstoðar vegna náttúruhamfara. Þetta kemur fram í skýrslu frá bandarísku ríkisendurskoðuninni (GAO). Megnið af þessum peningum var notað til að reyna að koma hlutum í fyrra horf. En nú vill GAO breyta hugsanaganginum. Í stað þess að nota peninga til að byggja upp það sem eyðileggst verði þeir notaðir til að flytja fólk frá svæðum sem verða fyrir miklum áhrifum af loftslagsbreytingunum.

Bandaríkjamenn eru vanir náttúruhamförum. Til dæmis ríða mörgum sinnum fleiri skýstrókar yfir landið árlega en restina af heiminum.  Á síðustu árum hafa náttúruhamfarir í landinu orðið sífellt meiri og alvarlegri. Á þessu ári má nefna að í Phoenix í Arizona hefur hiti verið yfir 43,3 gráðum í 53 daga það sem af er ári. Fyrra met var 33 dagar á einu ári. Svo mörg óveðurskerfi hafa myndast á Atlantshafinu að erfitt hefur verið að finna nöfn fyrir þau öll. Í annað skipti í sögunni kláraðist stafrófið þegar kom að nafngiftum en venjan er að hver bókstafur sé notaður einu sinni. Í september var byrjað að notast við gríska stafrófið hvað varðar nöfn á fellibylji og hitabeltisstorma. Fimm af sex stærstu gróðureldunum í sögu Kaliforníu urðu á þessu ári sem er ekki enn liðið.

Ísinn á Suðurskautinu og Grænlandi bráðnar og það veldur hækkandi yfirborði sjávar. Rannsókn, sem birt var í Nature, sýnir að fram að næstu aldamótum gætu 13 milljónir Bandaríkjamanna þurft að flytja búferlum vegna hækkandi sjávarborðs. Tæplega helmingurinn býr í Flórída eða 6 milljónir. Louisiana, Kalifornía, New York og New Jersey munu einnig fara illa út úr þessu.

Í Suðurríkjunum getur svo farið að það verði svo heitt þar að þau verði nær óbyggileg fyrir fólk. Talið er að í Arizona geti hitinn í framtíðinni orðið hærri en 35 gráður helminginn af árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýjar upplýsingar í máli ferðamanns sem hvarf sporlaust fyrir tveimur árum

Nýjar upplýsingar í máli ferðamanns sem hvarf sporlaust fyrir tveimur árum