fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Pressan

Vaknaði við undarlegt hvæsihljóð við höfðalagið – Áfallið var gríðarlegt þegar hún áttaði sig á upptökum þess

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. október 2020 05:27

Pepita og Robert.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Út á við var ekki annað að sjá en hjónaband Pepita Nicholls og Robert Ridgeway væri hamingjusamt. Þessi áströlsku hjón höfðu verið gift í 18 ár og áttu þrjú börn saman. En ekki var allt sem sýndist.

Þegar brestir fóru að koma í hjónabandið kom í ljós að Pepita hafði gifst manni sem gat og var viljugur til að gera út af við hana. Pepita sagði With Her in Mind sögu sína. Þar kemur fram að á yfirborðinu hafi Robert virst vera hinn fullkomni maður en að hann hafi einnig átt sínar dökku hliðar. Á endanum áttaði Pepita sig á að hún vildi ekki lengur vera eiginkona hans.

„Við áttum þrjú falleg börn og vorum eitt sinn hamingjusöm en þráðurinn gat verið stuttur í Robert. Dag einn, þegar við gistum á hóteli, sprakk hann þegar ég spurði af hverju hann hefði ekki tekið morgunmat með upp á herbergi til mín. „Ég drep þig,“ hreytti hann í mig.“

Sagði Pepita og bætti við:

„Þegar við komum heim reyndum við að byrja aftur frá byrjun og ég hugsaði ekki mikið út í það þegar hann spurði hvort ég vildi skrifa undir pappírana.“

Þetta var nýr kaupmáli.

„Hann sat við hliðina á mér og rétti mér kúlupenna. „Þetta er það besta í stöðunni, fjárhagslega,“ sagði hann og fékk mig til að skrifa undir kaupmálann. Við höfðum verið gift í 18 ár svo það virtist skynsamlegt þegar hann bað mig um að breyta honum svo hann myndi erfa allt mitt ef ég létist.“

Hún hugsaði ekki mikið út í af hverju þyrfti að breyta kaupmálanum en í dag veit hún ástæðuna.

„Með tímanum varð hann illgjarnari. Kvöld eitt byrjuðum við að rífast og hann greip í axlir mér. Mér var brugðið og ég hljóp út úr herberginu. Þetta er ekki maðurinn sem ég elskaði sagði ég við sjálfa mig. Þetta kvöld hringdi ég í „ofbeldi á heimilinu“ hjálparlínu þar sem mér var ráðlagt að fá mér skilnaðarlögfræðing samstundis.“

„Ég gat ekki sofið í sama rúmi og hann og svaf þess vegna í gamla hjólhýsinu mínu, árgerð 1967, sem var við hliðina á okkar. Tveimur vikum sendi ég Robert tölvupóst og sagðist vilja skilnað.“

Þennan sama dag tók hún eftir að Robert var eitthvað að stússast nærri hjólhýsinu hennar.

„Hann var oft að flækjast í garðinum svo ég hugsaði ekki meira út í þetta. Þetta kvöld fór ég út í hjólhýsið og sofnaði. Klukkan tvö vaknaði ég við undarleg hljóð, eins og hvæs, undir koddanum mínum. Hvaða hljóð var þetta? velti ég fyrir mér grútsyfjuð.“

Hún fór út úr hjólhýsinu og gekk aftur fyrir það. Þá sá hún svolítið sem skelfdi hana mjög.

„Ég sá að slanga lá inn um gluggann og að hún var límd föst og náði alveg að koddanum mínum. Slangan náði alla leið inn í bílskúr þar sem hún var tengd við gas. Hann er að drepa mig!“

sagðist hún hafa hugsað með sér.

Hún skrúfaði fyrir gasið og læddist út úr bílskúrnum og í burtu. Hún leitaði skjóls hjá bróður sínum sem bjó nærri. Þau hringdu í lögregluna og sögðu hverju Pepita hefði lent í. Robert var handtekinn en látinn laus klukkustund síðar.

Pepita sagði að þrátt fyrir að hún hafi búið hjá ættingjum sínum hafi næstu vikur verið sannkallað helvíti fyrir hana. Hún hafi skipt um skrár og komið upp eftirlitsmyndavélum.

Í júní 2018 var Robert ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann neitaði sök en dómstóllinn taldi sannað að hann hefði reynt að myrða Pepita og dæmdi hann í tíu ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

TikTok áskorun með svitalyktareyði hafði hryllilegar afleiðingar

TikTok áskorun með svitalyktareyði hafði hryllilegar afleiðingar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum