fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Stjórnmálamaður dæmdur í fangelsi fyrir dulda nasistakveðju

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. október 2020 20:30

Marian Kotleba. Mynd: EPA-EFE/MARTIN DIVISEK

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slóvakíski stjórnmálamaðurinn Marian Kotleba hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa breitt hatursræðu út með duldum boðskap. Það sem hann gerði var að gefa fátækum 1.488 evrur en þetta telur dómstóll vera dulda nasistakveðju.

Sérstakur dómstóll í Bratislava fann Kotleba sekan um að hafa dreift hatursræðu með duldum hætti. Hann er stofnandi öfgahægri flokksins „Flokkur fólksins – Okkar Slóvakía“ sem er með 14 sæti á þingi landsins. Flokkurinn hefur lýst yfir aðdáun sinni á stjórn landsins á dögum síðari heimsstyrjaldarinnar en þá stýrði Jozef Tiso landinu.

Stjórnin átti að heita óháð en var í raun leppstjórn nasistastjórnar Hitlers.

Kotleba var fundinn sekur um að hafa breytt út boðskap nasista þegar hann gaf fátækum fjölskyldum 1.488 evrur þegar hann tók þátt í fagnaði vegna afmælis stjórnar Tiso. Dómstóllinn segir að talan 1.488 sé engin tilviljun því hún vísi til nasista hjá þeim sem aðhyllast þá skoðun að hvítt fólk sé yfir aðra kynþætti hafið.

Fyrsti hluti tölunnar er tilvísun til 14 stafa slagorðs nasista og síðari helmingurinn vísar til nasistakveðjunnar „Heil Hitler“. Kotleba var fundinn sekur um að hafa stutt hreyfingu sem hefur að markmiði að afnema grundvallarfrelsi fólks.

Kotleba getur áfrýjað til hæstaréttar. Ef hann staðfestir dóminn á hann á hættu að missa þingsæti sitt.

Jozef Tiso var tekinn af lífi 1947 fyrir stríðsglæpi en hann var fundinn sekur um að hafa sent 58.000 gyðinga úr landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“