fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Pressan

Ætlaði að þrífa búr bjarnarins – Það varð honum að bana

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. október 2020 16:15

Bjarndýr í búri. Mynd: EPA/PETER KOLLANYI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valentin Bulich, 28 ára, hafði lengi dreymt um að vera frægur dýratemjari og hann hafði unnið lengi við þrif á búrum bjarndýra hjá rússneska ríkissirkusnum. Hann var einnig í þjálfun sem þjálfari bjarndýranna.

Nýlega fór hann inn í eitt búrið, án þess að aðrir vissu af því, til að þrífa það. Hann var sannfærður um að hann hefði fulla stjórn á aðstæðum og gæti stjórnað bjarndýrinu. En björninn Yasha lét ekki að stjórn og varð Bulich að bana. Hann réðst á hann og reif líkama hans í sundur.

Daily Mail skýrir frá þessu. Yasha er vel þekktur og var talinn rólegur og traustur og því fékk fólk oft að koma mjög nálægt honum.

Elena Bulich, móðir Valentin, sagði að sonur hennar hafi ofmetið hæfileika sína en hann hafi vonast til að vinna sig upp úr þrifunum í að þjálfa bjarndýrin.

Yasha verður ekki lógað að sögn talsmanns sirkussins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðherrann sagðist standa keik andspænis her Antifa – Herinn samanstóð af blaðamönnum og manni í hænubúning

Ráðherrann sagðist standa keik andspænis her Antifa – Herinn samanstóð af blaðamönnum og manni í hænubúning
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Einn stolinn sími hratt af stað einni stærstu lögregluaðgerð Bretlands

Einn stolinn sími hratt af stað einni stærstu lögregluaðgerð Bretlands
Pressan
Fyrir 6 dögum

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta