fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Læknir lést af völdum COVID-19 – Notaði sömu andlitsgrímuna dögum saman

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. október 2020 05:00

Adeline Fagan. Mynd:Gofundme

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski læknirinn Adeline Fagan, 28 ára, lést í september af völdum COVID-19 eftir tveggja mánaða veikindi. Nýlega kom fram að hún notaði sömu andlitsgrímuna vikum saman.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að Fagan hafi notað sömu andlitsgrímuna dögum ef ekki vikum saman vegna skorts á hlífðarbúnaði fyrir hjúkrunarfólk á HCA Houston Healthcare West sjúkrahúsinu sem hún starfaði á.

Um andlitsgrímu af gerðinni N95 var að ræða en bandarísk yfirvöld segja að ekki megi nota hana nema fimm sinnum að hámarki.

Ekki er vitað hvernig Fagan smitaðist en hún annaðist marga COVID-19 sjúklinga á sjúkrahúsinu.

Talsmenn sjúkrahússins hafa ekki viljað tjá sig um málið.

Fagan var einn 250 heilbrigðisstarfsmanna í suður- og vesturríkjum Bandaríkjanna sem létust í sumar af völdum COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“