fbpx
Föstudagur 23.október 2020
Pressan

Telja að rúmlega 14 milljónir tonna af plasti séu á hafsbotni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. október 2020 12:01

Plastmengun í höfum heimsins er alvarlegt vandamál

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að 14 milljónir tonna af plasti liggi á botni heimshafanna. Enn meira magn er á þurru landi. Þetta eru niðurstöður nýrrar greiningar.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að talið sé að 14 milljónir tonna, hið minnsta, af plasti liggi á botni heimshafanna og er þá miðað við plast sem er minna en 5 millimetrar að breidd eða örplast öðru nafni.

Fram kemur að rannsókn á botnlögum sjávar, allt niður á 3 km dýpi, bendi til að þar sé allt að 30 sinnum meira plast en er á floti. Ástralska vísindastofnunin, CSIRO, safnaði og rannsakaði sýnum af sjávarbotni á sex afskekktum stöðum um 300 km undan suðurströnd landsins. Á grunni þessar rannsóknar er matið á magni plasts byggt.

Denise Hardesty, sem vann að rannsókninni, sagði í samtali við The Guardian að það að finna örplast á svona afskekktum stöðum og á svo miklu dýpi bendi til að plast sé mjög útbreitt og skipti þá engu hvar í heiminum fólk er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rudy Giuliani sagður fitla við sig fyrir framan falda myndavél í nýju Borat-myndinni

Rudy Giuliani sagður fitla við sig fyrir framan falda myndavél í nýju Borat-myndinni
Pressan
Í gær

Skelfileg mannréttindabrot í Katar þrátt fyrir fögur fyrirheit gestgjafa næsta HM í knattspyrnu

Skelfileg mannréttindabrot í Katar þrátt fyrir fögur fyrirheit gestgjafa næsta HM í knattspyrnu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á líkið eftir 35 ár – Beltissylgja var lykillinn

Báru kennsl á líkið eftir 35 ár – Beltissylgja var lykillinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævintýrið breyttist í dularfulla martröð? Af hverju gerðu þau þetta?

Ævintýrið breyttist í dularfulla martröð? Af hverju gerðu þau þetta?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lág dánartíðni af völdum COVID-19 á Indlandi vekur undrun – Tengist það beinbrunasótt?

Lág dánartíðni af völdum COVID-19 á Indlandi vekur undrun – Tengist það beinbrunasótt?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaknaði við undarlegt hvæsihljóð við höfðalagið – Áfallið var gríðarlegt þegar hún áttaði sig á upptökum þess

Vaknaði við undarlegt hvæsihljóð við höfðalagið – Áfallið var gríðarlegt þegar hún áttaði sig á upptökum þess