fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Pressan

Hversu oft á að skipta um nærbuxur?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hversu oft á að skipta um nærbuxur? Þetta telja flestir sig eflaust vita en þótt fólk viti þetta þá er framkvæmdin kannski önnur. Að minnsta kosti miðað við niðurstöður nýrrar rannsóknar. Þær sýna að fjórði hver karlmaður segist „oft“ eða „alltaf“ vera í sömu nærbuxunum dögum saman áður en þær eru settar í þvott.

Það var undirfatafyrirtækið Undy sem gerði rannsóknina en 303 karlar tóku þátt í henni. Það er rétt að hafa í huga að þeir eru allir áskrifendur að nærbuxum hjá fyrirtækinu og því er úrtakið ekki alveg dæmigert.

Rannsókn sem greiningarfyrirtækið Cint gerði meðal 1.000 Dana á aldrinum 18 til 80 ára fyrir sjö árum sýndi sömu niðurstöðu. Þá svaraði fjórði hver karlmaður að þeir væru í sömu nærbuxunum í meira en einn dag í einu. Hjá konunum var hlutfallið níu prósent.

Ekstra Bladet hefur eftir Thomas Bjarnsholt, prófessor við ónæmis- og örverudeild Kaupmannahafnarháskóla, að þetta sé í sjálfu sér ekki hættulegt en sé aðallega ógeðslegt. Hann tók þó fram að það sé þó bót í máli að þarna séu eingöngu bakteríur úr manni sjálfum nema maður noti auðvitað nærbuxur frá öðrum. En hann sagði að þetta væri ekki alveg hættulaust því fræðilega séð séu líkur á að saurbakteríur geti borist í getnaðarlim karla og valdið blöðrubólgu. Það sama eigi við hjá konum, saurbakteríur geti borist í þvagrásina og valdið blöðrubólgu og þær séu í meiri hættu því þvagrás þeirra sé styttri en hjá körlum.

Í rannsókn Undy sögðust sex prósent svarenda nota nærbuxurnar nokkra daga í röð og síðan snúa þeim á rönguna og halda áfram að nota þær. Það er auðvitað ekki snjallt því þá berast bakteríur úr þeim í buxurnar. Til að drepa bakteríur þarf að þvo föt við minnst 60 gráður en fæstir þvo gallabuxurnar sínar (eða aðrar buxur) á þeim hita. Bjarnsholt sagði að fólk viti kannski ekki almennt að það eigi að þvo nærföt við 60 gráður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu