fbpx
Þriðjudagur 20.janúar 2026
Pressan

102 ára og er að fara á eftirlaun

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. janúar 2020 07:02

Bob Vollmer. Mynd:Indiana Department of Natural Resources

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tæplega sex áratugi hefur Bob Vollmer starfað sem landmælingamaður hjá Indiana Department of Natural Resources. En nú telur hann að tími sé kominn til að setjast í helgan stein og fer á eftirlaun í næsta mánuði 102 ára að aldri! Það þarf varla að taka fram að hann er elsti starfsmaður ríkisins.

NBC skýrir frá þessu. Bob barðist í síðari heimsstyrjöldinni. Að henni lokinni fór hann í Purdeu háskólann og lauk námi 1952 sem líftæknir. Hann var ráðinn til ríkisins 1962 og hefur starfað þar síðan við gagnaöflun og við að teikna upp landamerki á jörðum í ríkiseigu. En nú segir Bob að líkaminn sé farinn að þreytast og því kominn tími til að fara á eftirlaun.

„Ég held að líkaminn segi okkur þegar það er kominn tími til að stoppa. Læknarnir segja mér að ein af ástæðunum fyrir að ég er enn að vinna sé að ég er með góð lungu.“

Segir Bob ætlar að vinna sinn síðasta dag þann 6. febrúar næstkomandi. Hann hefur í hyggju að lesa mikið þegar hann er farinn á eftirlaun og sinna rekstrinum á bóndabýli sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn vilja senda hermenn til Mexíkó og fá leyfi fyrir drónaárásum

Bandaríkjamenn vilja senda hermenn til Mexíkó og fá leyfi fyrir drónaárásum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að stela bíl en var illa brugðið þegar hann leit í skottið – Hringdi strax í lögreglu

Ætlaði að stela bíl en var illa brugðið þegar hann leit í skottið – Hringdi strax í lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ölvuðum OnlyFans-stjörnum vísað úr flugi með valdi eftir að þær settust í röng sæti – „Fórum í frí en enduðum á skilorði“

Ölvuðum OnlyFans-stjörnum vísað úr flugi með valdi eftir að þær settust í röng sæti – „Fórum í frí en enduðum á skilorði“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Slaufaði OnlyFans ferlinum og gekk til liðs við Amish-samfélagið

Slaufaði OnlyFans ferlinum og gekk til liðs við Amish-samfélagið