fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Pressan

Skóþurrkari varð móður og þremur dætrum að bana

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 07:02

Noura, Rouhlat og Nohin Othman létust í brunanum ásamt móður sinni, Malak. Mynd: Úr einkasafni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt bendir til þess að bruni, sem varð móður og þremur dætrum hennar að bana í Ytrebygda í Noregi hinn 4. janúar, megi rekja til galla í skóþurrkara.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglunni. „Rannsókninni á upptökum brunans er ekki lokið, en allt bendir til þess að galli í skóþurrkara sem staðsettur var í þvottahúsinu á fyrstu hæð, hafi orsakað brunann.“

Rannsóknaraðilar munu rannsaka skóþurrkarann nánar og einnig munu þeir rannsaka nýja skóþurrkara af sömu tegund til að komast að því hvort um framleiðslugalla hafi verið að ræða. Lögreglan vill ekki veita meiri upplýsingar um skóþurrkarann að svo komnu máli.

Móðir og þrjár dætur hennar létust í brunanum. Eftirlifandi eru eiginmaður konunnar og synir þeirra tveir. Fölskyldan er kúrdísk og hafði flúið frá Sýrlandi. Mæðgurnar voru bornar til grafar í Bergen í síðustu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fleygði rotnandi líki kærastans í ruslið – Lyktin kom upp um hann

Fleygði rotnandi líki kærastans í ruslið – Lyktin kom upp um hann
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi