fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Pressan

FBI óttast kynþáttastríð – Eldfim mótmæli í dag

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. janúar 2020 06:00

Kínverjar framleiða mikið af vopnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boðað hefur verið til mótmæla í Richmond í Virginíu í Bandaríkjunum í dag mánudag. Mótmælin eiga að snúa að því að verja rétt Bandaríkjamanna að eiga og ganga um með skotvopn. Margir hópar herskárra kynþáttahatara og önnur samtök sem aðhyllast þá skoðun að hvíti kynþátturinn sé öðrum kynþáttum æðri hafa boðað þátttöku.

Yfirvöld hafa miklar áhyggjur af mótmælunum og á þriðjudaginn lýsti Ralph Northam, ríkisstjóri í Virginíu, yfir neyðarástandi í Richmond og næsta nágrenni. Það þýðir að bannað er að bera vopn á opinberum stöðum í og nærri bænum.

NPR segir frá þessu. Á föstudaginn handtók alríkislögreglan FBI þrjá menn á aldrinum 19 til 33 ára. Þeir eru að sögn félagar í öfgahægrisamtökunum The Base. Þeir voru með vélbyssu, skotheld vesti og um 1.500 skot þegar þeir voru handteknir. Þrímenningarnir höfðu í hyggju að mæta vopnaðir á mótmælin.

The Daily Beasy segir að mikil umræða eigi sér nú stað á meðal öfgahægrimanna um að mótmælin í dag geti markað upphaf „The Boogaloo“ en það er slanguryrði öfgahægrimanna um ímyndaða byltingu og borgarastríð í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þoldi ekki „skítalyktina“ af kannabisreykingum nágrannans og fór í hart

Þoldi ekki „skítalyktina“ af kannabisreykingum nágrannans og fór í hart
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiðilestur uppgjafahermanns vekur athygli – „Ég vissi alltaf að það yrðu fjandans dekurdýrin sem myndu fella þjóð okkar“

Reiðilestur uppgjafahermanns vekur athygli – „Ég vissi alltaf að það yrðu fjandans dekurdýrin sem myndu fella þjóð okkar“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðið sem hneykslaði Frakka: Óhugnanlegar lýsingar komu fram fyrir dómi

Morðið sem hneykslaði Frakka: Óhugnanlegar lýsingar komu fram fyrir dómi