fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Pressan

Saltvatn í krönum í Bangkok af völdum þurrka

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 19:30

Hvaðan kom vatnið?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklir þurrkar í Taílandi valda því nú að yfirvöld í höfuðborginni Bangkok þurfa að deila vatni út til borgarbúa og er það nú flutt í tankbílum til íbúanna. Fólk er beðið um að spara vatn og sérstaklega er það beðið um að fækka baðferðum. Þurrkarnir valda því að saltvatn úr Taílandsflóa streymir nú inn í landið eftir ánni Chao Praya sem er ein mikilvægasta uppspretta drykkjarvatns landsmanna. Það er því saltvatn sem kemur úr krönum borgarbúa.

Það eykur enn á vandræðin að þurrkatímabilið, sem hófst í nóvember og ætti að vara fram í apríl í venjulegu árferði, mun að þessu sinni hugsanlega vara til og með júní. Yfirvöld hafa nú lýst yfir að þurrkar herji á 14 af 76 héruðum landsins.

Allt getur þetta haft mjög slæm áhrif á landbúnað, til dæmis hrísgrjónaræktun en hún er mjög vatnskrefjandi.

Margar af stærstu borgum Asíu standa á láglendi við strendur og eru því sérstaklega viðkvæmar fyrir hækkandi sjávarborði og öfgafullum veðurfyrirbrigðum á borð við hitabeltisstorma og fellibylji. Má þar nefna Mumbai, Shanghai, Ho Chi Minh City og Jakarta. Í þessum borgum gætu einnig skapast vandræði af völdum saltvatns í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Brúðkaupsdagurinn breyttist í martröð

Brúðkaupsdagurinn breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungir menn dáið í hrönnum vegna umskurðar

Ungir menn dáið í hrönnum vegna umskurðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja