fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Hvítur öfgaþjóðernissinni skotinn til bana af lögreglunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. september 2020 15:05

Christopher Michael Straub. Mynd:San Luis Obispo County Sheriff’s Office

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Templeton í Kaliforníu skaut Christopher Michael Straub, 38 ára öfgaþjóðernissinna, til bana á fimmtudaginn. Lögreglumenn höfðu stöðvað akstur Straub nærri kirkjugarði en hann fór út úr bíl sínum og flúði á hlaupum inn í kirkjugarðinn. Þar faldi hann sig og sat fyrir lögreglumönnum og skaut mörgum skotum að þeim úr skammbyssu að því er segir í tilkynningu lögreglunnar.

Einn lögreglumaður særðist á fæti og var fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Hann er ekki í lífshættu. CNN segir að Staub hafi reynt að komast aftur í bifreið sína en fleiri lögreglumenn voru komnir á vettvang og komu í veg fyrir að hann næði að komast í bifreiðina. Var hann skotinn til bana í þeirri viðureign.

Í bíl hans fannst fjöldi vopna, þar á meðal fjórir árásarrifflar, stór veiðiriffill, haglabyssa, tvær skammbyssur og mörg hundruð skot.

Þegar leit var gerð á heimili hans kom í ljós að hann hafði verið að framleiða skotvopn. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að Straub hafi verið eftirlýstur og að hann hafi áður hlotið dóma og hafi því ekki mátt vera með skotvopn í sinni vörslu. Hann var þekktur meðlimur í samtökum hvítra öfgaþjóðernissinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum