fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Pressan

Þriðja hver bandarísk barnafjölskylda á ekki nægan mat

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. september 2020 15:00

Miami gæti farið undir sjó fyrir aldamót. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur haft mikil og alvarleg áhrif á bandarískt samfélag. Ekki síst hvað varðar möguleika fátækra fjölskyldna til að framfleyta sér og sjá börnunum fyrir nægum mat. Samkvæmt tölum frá hugveitunni The Hamilton Project er matarskortur vaxandi vandamál hjá fjölskyldum með litlar tekjur. Hugveitan berst fyrir efnahagslegu og félagslegu réttlæti í Bandaríkjunum.

Samkvæmt frétt CBS þá á ein af hverjum þremur fjölskyldum í vandræðum með að gefa börnum hollan og næringarríkan mat. Þetta eru tvöfalt fleiri en fyrir tveimur árum og fleiri en á tímum fjármálakreppunnar 2007 til 2009.

Ekki er annað að sjá en að staðan muni versna enn frekar. Sérstakri hjálparáætlun sem gefur börnum, sem geta ekki farið í skóla vegna heimsfaraldursins, mat lýkur 30. september. Það er til marks um mikilvægi þessarar áætlunar að 3,9 milljónir barna hafa notið hana og þannig hefur verið tryggt að þau fari ekki svöng í háttinn.

„Fólkið, sem hefur orðið verst úti í heimsfaraldrinum, er lágtekjufólk með börn. Þessar fjölskyldur hafa orðið fyrir öllum hugsanlegum áföllum og það er enga aðstoð að fá,“

er haft eftir Lauren Bauer ráðgjafa hjá The Hamilton Project.

Eins og staðan er núna munu þrjú af hverjum fjórum af 100 stærstu skólaumdæmum Bandaríkjanna halda áfram með fjarkennslu. Þótt að sumir skólar bjóði enn upp á ókeypis máltíðir eiga margir foreldra í erfiðleikum með að nálgast matinn fyrir börnin því þeir eru í láglaunastörfum sem þeir geta ekki yfirgefið til að sækja mat og/eða þeir eiga ekki bíl. CBS News segir að um 20 milljónir bandarískra skólabarna þurfi að reiða sig á ókeypis skólamáltíðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann