fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Pressan

Ruth Bader Ginsburg á viðhafnarbörum í Hæstarétti – Trump lofar tilnefningu á laugardaginn

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 23. september 2020 22:30

mynd/getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkkista Ruth Bader Ginsburg var borin inn í hús Hæstaréttar Bandaríkjanna þar sem hún mun liggja á viðhafnarbörum í tvo daga. Myndband af athöfninni var birt á DailyMail og má sjá hér að neðan.

Áætlað er að þúsundir muni mæta í þinghúsið til að votta Ginsburg virðingu sína í dag og á morgun. Þá er gert ráð fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti mæti á morgun.

Fráfall Ruth Bader Ginsburg kveikti strax umræður um eftirmann hennar en aðeins sex vikur eru til kosninga í Bandaríkjunum. Trump hefur lofað því að tilkynna hvern hann hyggst tilnefna og þingmenn öldungardeildar Bandaríkjaþings keppast nú ýmist um að lýsa yfir stuðningi við bollaleggingar forsetans eða að úthrópa þær. Vísa andstæðingar forsetans til aðstæðanna sem komu upp árið 2016, þegar sæti losnaði í Hæstarétti stuttu fyrir kosningarnar. Nú segja stuðningsmenn forsetans að aðstæðurnar séu ekki fullkomnlega sambærilegar, enda sé bæði Hvíta húsið og öldungadeildin undir stjórn sama flokksins nú, en á síðustu metrum Obama í embætti sat hann uppi með Repúblikana í meirihluta í efri deildinni.

Sæti í Hæstaréttu eru fyllt þannig að forseti tilnefnir einstakling sem öldungadeild þingsins fjallar svo um í dómsmálanefnd og kýs svo um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst
Pressan
Fyrir 6 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn