fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Pressan

Kona handtekin grunuð um að hafa sent Donald Trump eitur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. september 2020 05:13

Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona, sem er grunuð um að hafa sent Donald Trump, Bandaríkjaforseta, bréf sem innihélt eitrið rísin var handtekin á landamærunum við Kanada í gær að sögn bandarískra embættismanna. Hún reyndi þá að komast frá Kanada inn í New York ríki.

Sky segir að ekki hafi verið skýrt frá nafni hennar en hún verði væntanlega ákærð af bandarískum saksóknurum.

Bréfið var stílað á Trump en starfsmenn alríkislögreglunnar FBI hófu rannsókn á sendingunni eftir að bréfið var opnað í sérstakri póstmiðstöð Hvíta hússins þar sem allur póstur til forsetans og Hvíta hússins er rannsakaður áður en hann er fluttur í Hvíta húsið.

Kanadíska lögreglan sagði að svo virðist sem bréfið hafi verið sent frá Kanada.

Rísin er náttúrulegt eitur sem getur orðið fólki að bana. Magn á borð við títuprjónshaus getur drepið fullorðna manneskju á 36 til 72 klukkustundum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Gummi Magg í Breiðablik
Pressan
Í gær

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Í gær

Réttarhöld hafin yfir manni sem sviðsetti eigið andlát – Átti sér skuggalega fortíð

Réttarhöld hafin yfir manni sem sviðsetti eigið andlát – Átti sér skuggalega fortíð
Pressan
Í gær

Sakaði gest á Airbnb um eignatjón – Gestgjafinn notaði gervigreindarmyndir

Sakaði gest á Airbnb um eignatjón – Gestgjafinn notaði gervigreindarmyndir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi