fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Kínverjar undirbúa allsherjar manntal

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. september 2020 22:00

Frá Kína. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. nóvember næstkomandi fer allsherjarmanntal fram í Kína og er það í sjöunda sinn sem þetta er gert. Heimsfaraldur kórónuveirunnar setur að vonum mark sitt á manntalið þar sem reynt verður að fá nákvæma yfirsýn yfir hversu margir landsmenn eru en vitað er að þeir eru vel á annan milljarð.

Samkvæmt frétt ríkisfréttastofunnar Xinhua munu um 7 milljónir starfsmanna manntalsins fara um allt land, safna saman upplýsingum um nöfn fólks, kennitölur, kyn, hjúskaparstöðu, menntun og starf. Auk „hefðbundinn“ aðferða við að afla upplýsinga verður almenningur hvattur til að nota farsíma og aðra nútímatækni til að veita upplýsingar.

CNN segir að manntal fari fram á 10 ára fresti í Kína. Við síðustu talningu hafði landsmönnum fjölgað úr 1,29 milljarði í 1,37 milljarða. Í síðasta manntali voru útlendingar einnig taldir með en það var í fyrsta sinn sem það var gert. Um 600.000 útlendingar voru þá skráðir, flestir frá Suður-Kóreu, Bandaríkjunum og Japan.

Í síðasta manntali kom í ljós að börnum yngri en 14 ára hafði fækkað um 6,2% frá síðasta manntali. Í kjölfarið byrjuðu stjórnvöld að slaka á eins barns stefnu sinni en samkvæmt henni máttu konur aðeins eignast eitt barn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni