fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Nýjar leiðbeiningar um kynlíf á tímum kórónuveiru – Sjálfsfróun og kynlíf á stórum opnum svæðum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. september 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfsfróun er öruggasta kynlífið á tímum kórónuveirunnar segir í nýjum leiðbeiningum frá heilbrigðisyfirvöldum í Katalóníu á Spáni um kynlíf á tímum kórónuveirunnar. Leiðbeiningarnar eiga að veita fólki ráð um hvernig er best að stunda öruggt kynlíf á þessum erfiðu tímum.

„Það dregur úr áhættu ef kynlífið er stundað á stórum opnum svæðum þar sem vel loftar um,“

segir meðal annars. Orðalagið vakti nokkra undrun og þurftu yfirvöld að útskýra það nánar til að koma í veg fyrir misskilning. Í tilkynningu frá yfirvöldum kemur fram að ekki sé verið að hvetja til kynlífs á opinberum stöðum, heldur sé verið að hvetja fólk til að lofta vel út á meðan það stunda kynlíf.

Einnig kemur fram að veiran berist auðveldlega á milli fólks við útöndun eða með hráka og því er fólki ráðlagt að sleppa því að kyssast, sérstaklega ef það þekkir ekki mótaðilann vel. Fólk er einnig hvatt til að nota viðeigandi varnir, til dæmis smokka, þegar kemur að munngælum.

Eldra fólk er sérstaklega hvatt til að gæta sín og þeir sem eru 65 ára og eldri og glíma við hjartasjúkdóma og krónísk öndunarfæravandamál þurfa að sýna sérstaka aðgæslu. Bent er á að það geti verið heppilegra fyrir fólk í þessum hópi að stunda sjálfsfróun en kynlíf með öðrum.

Öllum er ráðlagt að gæta vel að hreinlæti fyrir og eftir kynlíf. Fólk er hvatt til að fara í sturtu fyrir og eftir og að þvo hendur vel með sápu og vatni í 20 sekúndur hið minnsta áður en kynlífið hefst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Órói í kringum Ghislaine Maxwell í nýja fangelsinu – Sögð vera eitruð

Órói í kringum Ghislaine Maxwell í nýja fangelsinu – Sögð vera eitruð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum