fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Dæmdur í lífstíðarfangelsi – Myrti tvær konur og setti líkin í frystikistu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. september 2020 22:30

Zahid Younis. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enskur dómstóll dæmdi í síðustu viku Zahid Younis í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt tvær konur og síðan falið lík þeirra í frystikistu. Hann er sagður vera „stjórnsamt“ rándýr sem myrti Henriett Szucs og Mihrican Mustafa. Hann þarf að afplána að minnsta kosti 38 ár af dómnum.

Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að Younis hafi beitt konurnar miklu ofbeldi dagana áður en hann myrti þær. Lík Szucs, sem var 34 ára Ungverji, fannst í frysti í íbúð Younis í Lundúnum í apríl á síðasta ári. Það hafði verið í frystinum í þrjú ár. Lík Mustafa, sem var 38 ára þriggja barna móðir, hafði verið í frystinum í tæpt ár.

Saksóknari sagði að báðar konurnar hafi átt undir högg að sækja í lífinu og verið viðkvæmar. Líf þeirra hafi einkennst af óreglu og að þær hafi báðar verið heimilislausar um tíma. Þær glímdu báðar við eiturlyfjafíkn. Þær hafi verið auðveld fórnarlömb Younis sem átti sér sögu fyrir að níðast á fólki sem á á brattann að sækja í lífinu.

Lögreglan gerði leit á heimili Younis eftir að tilkynnt var um hvarf hans. Lögreglumaður fann sterka lykt og sá mikið flugnager við frystinn og kíkti í hann og fann þá líkin. Krufning leiddi í ljós að báðar konurnar höfðu verið beittar miklu ofbeldi áður en þær létust.

Younis neitaði að hafa myrt konurnar og sagðist hafa fundið Szucs látna í sófanum þegar hann kom heim dag einn. Hann sagðist hafa misst stjórn á sér og falið líkið í frystinum og fengið aðstoð við það. Hann sagði að sami maður hafi síðan komið með lík Mustafa til hans í maí 2018 og krafist þess að hann setti það í frystinn. En umræddur maður var í fangelsi á þessum tíma og því má segja að fjarvistarsönnun hans hafi verið skotheld.

Younis hafði áður hlotið dóma fyrir kynferðisbortbarnaníð, og ofbeldi gagnvart unglingsstúlku. Fyrsta dóm sinn hlaut hann eftir að hann kvæntist 14 ára stúlku í íslamskri athöfn í mosku í Lundúnum 2004.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum