fbpx
Laugardagur 27.september 2025
Pressan

Bólivía kærir Evo Morales til Alþjóðasakamáladómstólsins í Haag

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. september 2020 18:15

Evo Morales. Mynd:EPA-EFE/Juan Ignacio Roncoroni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkissaksóknari Bólivíu hefur kært Evo Morales, fyrrum forseta landsins, til Alþjóðasakamáladómstólsins í Haag (ICC) fyrir brot gegn mannkyni. Í ágúst hvatti Morales stuðningsmenn sína til að loka vegum en það kom í veg fyrir dreifingu matvæla og  að læknar og lækningabúnaður gæti komist á milli staða segir í tilkynningu frá ríkissaksóknaranum.

Stuðningsmenn Morales hafa mótmælt því að kosningum í landinu hefur verið frestað vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Ríkissaksóknari segir að vegatálmar stuðningsmannanna hafi valdið því að minnst 40 sjúklingar hafi látið lífið. Af þessum sökum sé nauðsynlegt að ICC skoði málið ofan í kjölinn.

Morales er þess utan ákærður fyrir hryðjuverk í Bólivíu. Hann var forseti í landinu í 13 ár. Eftir ásakanir um kosningasvindl í október 2019 fór hann í útlegð til Mexíkó og síðan til Argentínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ofsahræðsla greip um sig eftir stórfurðulega hegðun flugfarþega

Ofsahræðsla greip um sig eftir stórfurðulega hegðun flugfarþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók hann þrjá mánuði að deyja eftir hryllilega árás um hábjartan dag

Tók hann þrjá mánuði að deyja eftir hryllilega árás um hábjartan dag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðmálið sem heltók Robert Redford og fjölskyldu hans er enn óleyst

Morðmálið sem heltók Robert Redford og fjölskyldu hans er enn óleyst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Evrópureisa elgsins Emils á enda – vonir standa til að samfélagsmiðlastjarnan setjist nú í helgan stein

Evrópureisa elgsins Emils á enda – vonir standa til að samfélagsmiðlastjarnan setjist nú í helgan stein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðalag til Ítalíu breyttist í martröð fyrir grunlausan ferðamann

Ferðalag til Ítalíu breyttist í martröð fyrir grunlausan ferðamann