fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
FréttirPressan

Bretar herða reglur vegna kórónuveirunnar – Að hámarki sex manns mega safnast saman

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. september 2020 06:59

Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk stjórnvöld tilkynna í dag um hertar aðgerðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Ástæðan er að smitum hefur farið fjölgandi í landinu að undanförnu og því telja yfirvöld að grípa þurfi inn í þróun mála til að reyna að snúa henni við.

Samkvæmt frétt Sky þá mega að hámarki sex manns safnast saman frá og með næsta mánudegi. Samkvæmt núgildandi reglum mega allt að 30 manns safnast saman. Bannið gildir utandyra, á heimilum, börum, veitingastöðum og annars staðar. Fólk verður sektað um 100 pund fyrir fyrsta brot og síðan tvöfaldast sektarupphæðin við hvert brot þar til hún nær hámarkinu sem verður 3.200 pund. Sky segir að Boris Johnson, forsætisráðherra, muni tilkynna þetta þetta í dag.

„Við verðum að stöðva útbreiðslu veirunnar. Við erum því að einfalda og styrkja regluverkið hvað varðar félagsleg samskipti og þannig auðvelda fólki að skilja þetta og lögreglunni að framfylgja,“

mun Johnson segja á fréttamannafundi í Downingstræti 10 í dag að sögn Sky. Hann mun að sögn einnig segja að það sé nauðsynlegt að fólk fylgi þessum reglum og muni eftir grunnatriðunum að þvo hendur, hylja vit, gæta að fjarlægð á milli sín og annarra og fara í sýnatöku ef það er með einkenni smits.

Það verða nokkrar undantekningar á banninu við að ekki megi fleiri en sex safnast saman en bannið gildir bæði utan- og innahúss.

Bannið nær ekki til þeirra sem búa saman eða þegar fólk er í vinnu eða námi. Einnig verða brúðkaup, útfarir og skipulagðir íþróttaviðburðir undanþegnir banninu ef öðrum reglum um öryggi þátttakenda er fylgt.

Tíðni smita hefur aukist mikið í Bretlandi að undanförnu og nú er svo komið að smitin eru rúmlega 20 á hverja 100.000 íbúa. Heilbrigðisyfirvöld eru sögð hafa þrýst mjög á ríkisstjórnina um að herða reglurnar eftir að smitum fór að fjölga mikið en þau eru nú farin að vera tæplega 3.000 á sólarhring.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig