fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Ótrúlegt myndband skekur Svíþjóð – „Ef þú hættir ekki að nota þessa kylfu, tek ég hana og treð upp í þig“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. september 2020 05:05

Skjáskot úr myndbandinu/YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef þú hættir ekki að nota þessa kylfu, tek ég hana og treð upp í þig,“ eitthvað á þessa leið heyrist maður segja á myndbandsupptöku sem hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð að undanförnu. Ekki þarf margar útskýringar með upptökunni sem er að margra mati gott dæmi um þau vandamál sem Svíar standa frammi fyrir varðandi skipulögð glæpasamtök.

Það var TV4 sem sýndi myndbandið og af stað fór mikil umræða um umsvif glæpagengja í landinu. Þessi umræða er framhald af umræðu sem hefur verið í gangi síðustu daga eftir að þungir dómar voru kveðnir upp í Danmörku yfir meðlimum sænsks glæpagengis sem myrtu tvo menn, úr öðru sænsku glæpagengi, í Herlev á síðasta ári. DV skýrði frá því máli nýlega.

Á upptökunni, sem TV4 sýndi og sjá má hér fyrir ofan, sjást ungir menn ógna lögreglumönnum og í raun taka yfir stjórn á vettvangi þar sem lögreglumennirnir eru að hafa afskipti af ungum manni. Lögreglumennirnir stöðvuðu akstur hans þar sem hann ók skellinöðru. Þegar þeir ætluðu að handtaka hann þyrptust aðrir menn að og fóru að skipta sér af málinu.

Það skiptir engu þótt lögreglumennirnir gefi mönnunum ítrekuð fyrirmæli um að hafa sig á brott, þeim hlýða þeir ekki heldur færa sig upp á skaftið. Eins og fyrr segir hótar einn því að taka kylfu annars lögreglumannsins og troða upp í hann.

Atvikið átti sér stað 2019 í Gautaborg. Erik Nord, lögreglustjóri, segir að mennirnir tengist allir glæpagengi í borginni.

Aftonbladet segir að lögreglan hafi ekki náð stjórn á ástandinu fyrr en fleiri lögreglumenn voru komnir á vettvang. En þetta er ekki einstakt tilvik því það er mjög algengt að ungir menn séu ögrandi í garð lögreglunnar eða hafi jafnvel í hótunum við hana.

Einn angi af þeirri umræðu, sem nú á sér stað, er hvort lögreglumenn eigi að njóta nafnleyndar. Katharina von Sydow, formaður samtaka lögreglumanna, segir að sögn Aftonbladet að hótanir í garð lögreglumanna séu orðnar persónulegri en áður og beinist í auknum mæli að mökum þeirra eða börnum. Hún sagðist því vonast til að sænskir lögreglumenn fái að notast við númerakerfi þar sem nöfn þeirra koma ekki fram.

Eins og DV skýrði frá í gær þá blandaði Mats Löfving, vararíkislögreglustjóri, sér nýlega í umræðuna um málefni innflytjenda og skipulögð glæpagengi í Svíþjóð. Hann sagði að meðlimir margra þessara glæpagengja hafi eingöngu komið til Svíþjóðar til að stunda afbrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós