fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Pressan

Hefði getað orðið mesti harmleikur norskrar sögu – Margir heilaskaddaðir á eftir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. september 2020 07:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt sunnudagsins 27. ágúst var ólöglegt samkvæmi haldið í neðanjarðarbyrgi í Osló. Þar urðu tugir gesta fyrir kolsýrlingseitrun og voru nokkrir í lífshættu. Sem betur fer lést enginn en margir urðu fyrir heilaskaða. Dag Jacobsen, deildarstjóri á bráðadeild háskólasjúkrahússins í Osló, sagði í samtali við Norska ríkisútvarpið að líklega hafi bara munað nokkrum mínútum að af hlytist mesti harmleikur norskrar sögu á friðartímum.

27 voru lagðir inn á sjúkrahús eftir samkvæmið en lögreglan telur að um 200 manns hafi verið í því. Margir fá enn aðhlynningu á sjúkrahúsum eftir slysið.

Í samtali við TV2 sagði Jacobsen að merki séu um heilaskaða en hann vilji ekki segja neitt um alvarleika þeirra. Vonast sé til að fólkið nái einhverjum bata með meðferð og endurhæfingu en ekki sé víst að það gangi eftir. Hann sagði að sú hætta fylgi ólöglegum samkvæmum sem þessum að eitthvað þessu líkt gerist og það sé full ástæða til að vara við svona samkomum.

Tveir hafa stöðu grunaðs hjá lögreglunni hvað varðar að hafa skipulagt samkvæmið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky
Pressan
Fyrir 2 dögum

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Díana prinsessa fór huldu höfði í drag á djamminu með Freddie Mercury

Díana prinsessa fór huldu höfði í drag á djamminu með Freddie Mercury
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“