fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Hneyksli í Svíþjóð – 4.000 manns ranglega greindir með COVID-19

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. ágúst 2020 14:31

Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 4.000 Svíar hafa ranglega verið greindir með COVID-19. Þetta kom fram á fréttamannafundi sænskra heilbrigðisyfirvalda í gær. Fram kom að fólkið búi í níu heilsugæsluumdæmum og að þetta muni hafa áhrif á tölfræðina varðandi faraldurinn.

Mistökin áttu sér stað á tveimur rannsóknarstofum þar sem meðal annars eru rannsökuð sýni sem fólk tekur sjálft með þar til gerðum búnaði frá Kína.

Þessar röngu greiningar áttu sér stað frá miðjum mars þar til um miðjan ágúst.

Á fundinum í gær kom fram að þegar rannsóknarstofurnar hafi sinnt reglulegu gæðaeftirliti hafi komið í ljós að galli hafi verið í sýnatökubúnaði frá Kína.

Nú er unnið að því að hafa samband við þá sem fengu ranga greiningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali