fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Hneyksli í Svíþjóð – 4.000 manns ranglega greindir með COVID-19

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. ágúst 2020 14:31

Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 4.000 Svíar hafa ranglega verið greindir með COVID-19. Þetta kom fram á fréttamannafundi sænskra heilbrigðisyfirvalda í gær. Fram kom að fólkið búi í níu heilsugæsluumdæmum og að þetta muni hafa áhrif á tölfræðina varðandi faraldurinn.

Mistökin áttu sér stað á tveimur rannsóknarstofum þar sem meðal annars eru rannsökuð sýni sem fólk tekur sjálft með þar til gerðum búnaði frá Kína.

Þessar röngu greiningar áttu sér stað frá miðjum mars þar til um miðjan ágúst.

Á fundinum í gær kom fram að þegar rannsóknarstofurnar hafi sinnt reglulegu gæðaeftirliti hafi komið í ljós að galli hafi verið í sýnatökubúnaði frá Kína.

Nú er unnið að því að hafa samband við þá sem fengu ranga greiningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því