fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Pressan

Mörg störf hafa glatast í heimsfaraldrinum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 20:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjustu tölur breskra yfirvalda sýna að 730.000 störf hafa glatast í Bretlandi eftir að yfirvöld gripu til umfangsmikilla aðgerða vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Sky segir að tölur frá bresku hagstofunni sýni að 81.000 færri launþegar hafi verið í vinnu í síðasta mánuði þrátt fyrir áframhaldandi stuðning ríkisins við vinnuveitendur. Þessar tölur ná ekki til sjálfstæðra atvinnurekenda.

Hagstofan segir að frá því í mars og fram í júlí hafi þeim fjölgað um 116,8% sem fá atvinnuleysisbætur og bætur vegna lágra launa. Þeir eru nú 2,7 milljónir.

Atvinnurekendur fá aðstoð frá ríkinu til að greiða hluta launa 9,6 milljóna launþega vegna heimsfaraldursins.

Englandsbanki spáir því að atvinnuleysi geti verið komið í 7,5% í árslok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgáta í Tsjernóbíl: Flækingshundarnir orðnir bláir

Ráðgáta í Tsjernóbíl: Flækingshundarnir orðnir bláir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Þriggja barna móðir lifði tvöföldu lífi

Sakamál: Þriggja barna móðir lifði tvöföldu lífi