fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Horfði á þegar hákarl dró 10 ára son hans niður í sjóinn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. júlí 2020 15:10

Hvíthákarl. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn voru feðgar saman í bát um fimm kílómetra norðvestan við strönd Tasmaníu í Ástralíu. Skyndilega kom hákarl að bátnum og læsti tönnunum í drenginn, sem er 10 ára, og dró hann út í sjóinn.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að faðirinn hafi brugðist snarlega við og stokkið út í á eftir syni sínum. Það virðist hafa hrætt hákarlinn mikið því hann synti á brott. Föðurnum tókst síðan að koma syni sínum og sjálfum sér upp í bátinn á nýjan leik.

Hann sigldi síðan beint í land þar sem drengnum var komið undir læknishendur. Hann er ekki í lífshættu en er með áverka á efri hluta líkamans, handlegg og á höfði.

Þetta er fjórða árás hákarla á fólk í Ástralíu í júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf