fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Nígerísk internetstjarna handtekinn fyrir milljarðasvik

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. júní 2020 18:20

Raymond Abbas. Mynd:Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nígeríska internetstjarnan og áhrifavaldurinn Raymond Abbas virtist lifa hinu fullkomna lífi og árangur hans í lífinu var eitthvað sem margir öfunduðu hann af. En ekki var allt eins slétt og fellt á yfirborðinu og það leit út fyrir því nú hafa bandaríska alríkislögreglan FBI og Alþjóðalögreglan Interpol aðstoðað við handtöku hans í Dubai en hann er grunaður um  fjársvik sem eru talin nema sem svarar til margra tuga milljarða íslenskra króna.

Það varð Abbas að falli að hann gat ekki stillt sig um að monta sig af lífsstíl sínum á samfélagsmiðlum. Hann var með 2,4 milljónir fylgjenda á Instagram þar sem hann hafði árum saman stært sig af því lúxuslífi sem hann lifði. Notendanafn hans var „Hushpuppi“. The Times skýrir frá þessu.

Dýrir bílar, einkaþotur og þekktar stjörnur voru nær daglegt brauð á Instagramsíðu hans og byggði upp ímynd sem maður sem hafði brotist til efna af eigin dáðum. Hefði unnið sig upp frá að selja fatnað í Nígeríu í að selja fasteignir í Dubai. En nú eru komnir brestir í glansmyndina.

Raymond Abbas þreyttur eftir verslunarferð. Mynd:Instagram

Abbas, sem er 38 ára, var handtekinn í Dubai og gefið að sök að hafa tekið þátt í internetsvindli upp á 350 milljónir punda en það svarar til um 60 milljarða íslenskra króna.

Lögreglan lagði hald á verðmæti upp á sem svarar til um 5 milljarða króna hjá Abbas, þar á meðal fjölda lúxusbíla, reiðufé og bankainnistæður.

Lögreglan telur að Abbas hafi notað lúxuslífsstíl sinn til að lokka fólk um allan heim til að veita upplýsingar um greiðslukortanúmer sín til fólksins á bak við svikastarfsemina. The Times segir að lögreglan hafi fundið netföng tæplega tveggja milljóna hugsanlegra fórnarlamba hans í símum og tölvum hans.

FBI hefur farið fram á að Abbas verði framseldur til Bandaríkjanna því mörg af fórnarlömbum hans eru bandarísk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca