fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Stirð samskipti Kóreuríkjanna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. júní 2020 07:01

Kim Jong-un og Moon Jae-in leiðtogar Kóreuríkjanna hittust fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Norður-Kóreu eru æf yfir því að fólk, sem flúið hefur yfir til Suður-Kóreu sendi áróður og hrísgrjón yfir landamærin.

Systir hins norður-kóreska leiðtoga varar Suður-Kóreu við hefndum, þar sem herinn gæti tekið þátt, í baráttu ríkjanna um flúið hafa harðstjórnina í Pyongyang. Hluti þeirra sem flúið hafa yfir til Suður-Kóreu, senda matvörur og áróður yfir til Norður-Kóreu.

Systirin, sem heitir Kim Yo-jong, er óopinberlega einn af aðalráðgjöfum Kim Jong-un. Hún sendi aðvörunina frá sér í yfirlýsingu sem birt var á ríkisfréttastöðinni, KCNA. Hún segist hafa gefið fyrirmæli um harðar aðgerðir. Það kemur þó ekki fram í yfirlýsingunni, í hverju þessar hörðu aðgerðir felast. Yfirlýsingin var birt í kjölfarið á því að yfirvöld í Suður-Kóreu tóku þá ákvörðun að sækja flóttamenn, sem hafa sent meðal annars hrísgrjón og bæklinga með áróðri gegn norður-kóreskum yfirvöldum, yfir landamærin. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa sýnt vaxandi reiði gagnvart þessum sendingum.

Í síðustu viku lokaði landið fyrir beinar símalínur á milli landanna tveggja og hótað því að leggja niður skrifstofu, sem átti að bæt samskipti á milli ríkisstjórna landanna.

Árið 2018 skrifuðu leiðtogar þjóðanna tveggja undir yfirlýsingu, þar sem þeir lofuðu því að vinna að því að Kóreuskaginn verði laus við kjarnorkuvopn og að hætta öllum fjandsamlegum aðgerðum.

Stjórnmálaskýrendur segja að nú muni yfirvöld í Norður-Kóreu nota vandamálin með flóttamennina sem afsökun til þess að knýja fram ívilnanir frá Suður-Kóreu.

Þeir segja að bæklingarnir með áróðrinum verði nýttir sem ástæða og afsökun til þess að skapa ágreining og leggja pressu á Seoul.

Yfirvöld í Norður-Kóreu finnst þau hafa verið svikin, þau vilja meina að Suður-Kórea hafi lofað þeim meiru í kjarnorkuvopnaviðræðunum á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna.

Á þriðjudaginn sprengdu norðanmenn samvinnuhúsnæði landanna, sem var í Norður-Kóreu nærri landamærunum, í loft upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta