fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Kínverskir lúxusneytendur vekja nýja von

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. júní 2020 22:00

Ætli þeir kaupi lúxusbíla á borð við Porsche?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að verslun hafði stöðvast um allan heim í kjölfar kórónafaraldursins, hafa kínverskir lúxusneytendur dregið greiðslukortin fram að nýju. Kínverskir neytendur lúxusvara eru farnir að kaupa dýrar merkjavörur, svo sem veski, skó og skínandi demanta, að nýju. Þetta gerist eftir að kórónafaraldurinn stöðvaði verslun um allan heim og neyddi fólk til þess að halda sig heima. Nú vekja kínverskir neytendur dýrra lúxusvara von um að neysla sé að aukast að nýju. CNN skýrir frá þessu.

Samkvæmt CNN skýrðu margir framleiðendur dýrra merkjavara frá því að sala hefði farið að aukast strax í vor og að sérstaklega síðastliðinn mánuð hefðu þeir orðið varir við aukna eftirspurn og að fleiri væru að versla.

Meðal þessara fyrirtækja voru framleiðendur hins þekkta merkis Burberry, en fyrirtækið greindi frá því að sala þess á fötum, töskum og öðrum fylgihlutum í Kína væri þegar orðin meiri en undanfarin ár og hún væri enn að aukast. Úraframleiðandinn Swiss og skartgriparisinn Richemont greina einnig frá því að kínverski markaðurinn hafi á uppleið síðustu vikur og að eftirspurn þar hafi aukist.

Samkvæmt þeim sérfræðingum sem rætt var við, eyða kínverskir neytendur líklega meira í lúxusvörur í heimalandinu, vegna þeirra ferðatakmarkana sem gera fólki sem vill ferðast til útlanda enn erfitt fyrir, í stað þess að fara í frí til útlandi kaupa fólk kannski Chanel-tösku. Sérfræðingar segja að það sama sé uppi á teningnum í Suður-Kóreu og segja þeir þetta benda til þess að markaðurinn sé á uppleið, upp að vissu marki, um allan heim.

Uppsveiflan í Kína er mikilvæg, samkvæmt CNN, vegna þess að neytendur lúxusvara skipta miklu máli fyrir alþjóðamarkaðinn, en samkvæmt miðlinum eru neytendur lúxusvara ábyrgir fyrir um 35% af allri sölu í heiminum. Sérfræðingarnir taka það þó fram að þessi aukning í Kína bæti ekki upp fyrir það tap sem þessi fyrirtæki hafa orðið fyrir síðan faraldurinn skall á heiminum og að sala þeirra á heimsvísu sé langt undir meðaltali síðustu ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað er Tea? – App aðeins fyrir konur og notendurnir skipta miljónum

Hvað er Tea? – App aðeins fyrir konur og notendurnir skipta miljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona oft á að þvo handklæði

Svona oft á að þvo handklæði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eitthvað undarlegt var undir rúmi konunnar – Reif gólffjalir upp og áttaði sig á alvarleika málsins

Eitthvað undarlegt var undir rúmi konunnar – Reif gólffjalir upp og áttaði sig á alvarleika málsins
Pressan
Fyrir 3 dögum

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál