fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Pressan

Frakkar drápu einn helsta leiðtoga al-Kaída í Afríku – Hvað var hann að gera í Malí?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. júní 2020 07:01

Franskir hermenn við skyldustörf. Mynd:EPA-EFE/IAN LANGSDON

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku tilkynntu frönsk stjórnvöld að franskir hermenn hefðu drepið Abdelmalek Droukdel einn helsta leiðtoga hryðjuverkasamtakanna al-Kaída í Norður-Afríku. Þetta er sagt vera mikið áfall fyrir hryðjuverkasamtökin. Nafn leiðtogans hringir kannski ekki bjöllum hjá mörgum hér á landi en hann var eins og fyrr segir einn helsti leiðtogi al-Kaída í Afríku og var ofarlega á lista yfir þá hryðjuverkamenn sem yfirvöld í mörgum Afríkuríkjum vildu gjarnan handsama eða drepa.

Það var þann 3. júní sem frönsku sérsveitarmönnum tókst að hafa uppi á Abdelmalek Droukdel í Malí og drepa hann. Auk hans felldu Frakkarnir fjölda fylgdarmanna hans og aðra háttsetta leiðtoga al-Kaída. Það voru upplýsingar frá bandarískum leyniþjónustustofnunum sem komu þeim á sporið. Droukdel var æðsti leiðtogi al-Kaída í Norður-Afríku í rúmlega 15 ár. Hann var til dæmis einn helsti leiðtogi hryðjuverkamanna sem náðu norðurhluta Malí á sitt vald 2012. Í kjölfarið hófu Frakkar hernað í landinu.

Akram Kherif, blaðamaður frá Alsír og sérfræðingur í varnar- og öryggismálum, þekkir vel til al-Kaída og aðgerða samtakanna í Afríku. Hann segir drápið á Droukdel vera „þungt högg“ fyrir samtökin. Le Monde hefur þetta eftir honum.

Droukdel var sjálfur mjög fær sprengjusérfræðingur og er sagður hafa búið til mikið af því sprengiefni sem hefur verið notað á síðustu áratugum í hryðjuverkaárásum í löndum á borð við Alsír, Máritaníu, Malí og Níger.

CNN segir hann hafa séð um fjármögnun, skipulagningu og framkvæmd hryðjuverka í Norður-Afríku.

Það hefur valdið vangaveltum hjá mörgum sérfræðingum hvað Droukdel var að gera í Malí en hann hafði árum saman leynst í torfærum fjöllum í Alsír. Ein helsta kenning sérfræðinganna er að hann hafi farið til Malí í tengslum við stigvaxandi átök al-Kaída og Íslamska ríkisins á svæðinu. samtökin berjast sífellt meira gegn hvort öðru til að reyna að auka áhrif sín.

Auk þess að drepa Droukdel handsömuðu franskir hermenn einn af leiðtogum Íslamska ríkisins á svæðinu. Sérfræðingar telja hugsanlegt að drápið á Droukdel og handtaka leiðtogans verði til að kynda enn frekar undir átökum hryðjuverkasamtakanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf