fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Ofsækir Josh Groban – „Hættu að stunda kynlíf með öðrum konum“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. júní 2020 08:00

Josh Groban. Mynd: EPA/JASON SZENES

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Josh Groban, sem er 39 ára, hefur fengið nálgunarbann á konu sem hefur ofsótt hann frá 2011. Hann komst í kynni við konuna á Facebook og þar döðruðu þau um hríð. Þau höfðu skipulagt að hittast en Groban varð að hætta við það vegna veikinda.

Þetta féll konunni illa og hefur hún síðan ofsótt hann með óviðeigandi skilaboðum, tölvupósti og sett sig í samband við ættingja hans.

TMZ skýrir frá þessu.

Fram kemur að konan hafi sent kynferðisleg skilaboð, djarfar myndir og mjög móðgandi og særandi skilaboð. Mörgum skilaboðanna hefur verið beint að Schuyler Helford, unnustu Groban.

Í úrskurði dómara kemur fram að konan hafi meðal annars sent Groban svohljóðandi skilaboð:

„Þú verður að virða heimili okkar. Hættu að stunda kynlíf með öðrum á heimilinu okkar þar sem við ætlum að eignast barn.“

Hún reyndi einnig að skilja gjafir eftir við útidyr heimilis Groban og sendi síðan eftirfarandi skilaboð:

„Setti smá farða á mig svona ef ég yrði staðin að verki. Ég var líka í buxum með gati í klofinu af sömu ástæðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali