fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Blóðugasti dagur í Chicago í 60 ár

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. júní 2020 14:00

Frá Chicago.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska stórborgin, Chicago, sem stundum er nefnd “murder capital”, eða morðhöfuðborgin hefur upplifað sinn blóðugasta dag í 60 ár. Ný skýrsla frá háskólanum í Chicago sýnir að hinn 31. maí í ár voru framin 18 morð á einum sólarhring

Chicago Sun Times greinir frá þessu.

Þetta er mesti fjöldi morða sem framinn hefur verið á einum sólarhring síðan háskólinn hóf mælingar sínar árið 1961. Tölurnar sýna einnig að 25 morð voru framin frá því klukkan 19:00 föstudaginn 29. maí til klukkan 23:00 sunnudaginn 31. maí. Helgin var sú blóðugasta í borginni á seinni tímum.

Chicago er þekkt fyrir háa glæpatíðni, algengt var að framin væru um 900 morð á ári í borginni á tíunda áratug síðustu aldar.

Einn vísindamannanna sem vann að skýrslunni segist aldrei hafa séð annað eins. Fyrir 31. maí var mesti fjöldi morða á einum degi 13, en það var hinn 4. ágúst 1991.

Líkt og í flestum öðrum stórborgum í bandaríkjunum hefur verið mikið um mótmæli í Chicago í kjölfar morðsins George Floyd. Borgarstjórinn, Lori Lightfoot, segir að neyðarlínan hafi móttekið yfir 65 þúsund símtöl hinn 31. maí. Það er 50 þúsund meira en venjulegt er.

Prestur að nafni, Michael Pfleger, segir í viðtali við Chicago Sun Times að vegna allra mótmælanna séu færri lögregluþjónar á ferðinni en venjulega. Hann segist hafa heyrt fólk segja frá því að lögreglan hafi hvergi verið sjáanleg og að hún geri ekkert. Hann bendi á að minnihlutahópar í borginni séu sérstaklega reiðir þessa dagana þar sem kórónavírusinn hafi meðal annars haft í för með sér aukið atvinnuleysi og fjölgun heimilislausra. Dauði George Floyd hafi virkað sem olía á eldinn.

Svartir, ungir menn eru í meirihluta, bæði meðal þeirra sem eru myrtir og þeirra sem fremja morð í borginni, segir Chicago Sun Times.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?