fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Fjórir létust við leit að fjársjóðnum – Nú er hann fundinn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. júní 2020 21:35

Forrest Fenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmlega tíu árum faldi rithöfundurinn og forngripasalinn Forrest Fenn, sem nú er 89 ára, bronskistu, sem var troðfull af gulli, og birti síðan vísbendingar um hvar kistuna væri að finna. Hann hét því að sá sem fyndi hana mætti eiga hana og allt gullið.

Hann birti 24 lína ljóð úr bók sinni „The Thrill of the Chase“ á netinu. Ljóðið átti að sögn að vísa á fjársjóðinn og reyndu mörg hundruð þúsund manns að lesa úr því til að komast að hvar hann væri falinn.

Fenn segir að í ljóðinu séu vísbendingar sem vísa á bronskistuna sem hann gróf niður í Klettafjöllunum (Rocky Mountains). Verðmæti innihaldsins er sem svarar til um 130 milljóna íslenskra króna.

Margir reyndu fyrir sér við leit að kistunni í Klettafjöllum og létust fjórir við þá leit.

Á sunnudaginn tilkynnti Fenn að fjársjóðurinn sé fundinn.

„Hann var undir stjörnuþaki í þéttum gróðri í Klettafjöllum og ekki hafði verið hreyft við honum síðan ég faldi hann fyrir rúmlega tíu árum.“

Skrifaði hann á vefsíðu sína.

Hann vill ekki upplýsa hvar fjársjóðurinn var og segir að finnandinn vilji ekki láta birta nafn sitt opinberlega. Hann sendi Fenn mynd af fjársjóðnum til að staðfesta að hann hefði fundið hann.

Fenn hefur áður sagt að markmiðið með þessu hafi verið að fá fólk til að standa upp úr sófum sínum og fara út í óbyggðirnar til að upplifa þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa