fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Segir að krafturinn sé að fara úr kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. júní 2020 07:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alberto Zangrillo, yfirlæknir á San Raffaele sjúkrahúsinu í Mílanó, hefur verið í eldlínunni í baráttunn við kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Mílanó er í Langbarðalandi sem er eitt þeirra svæða sem verst hefur farið út úr heimsfaraldrinum. Zangrillo segir að veiran sé að missa kraftinn og sé ekki eins hættuleg og banvæn og áður.

„Þau sýni, sem við höfum tekið síðustu 10 daga, sýna að magn veirunnar er óendanlega lítið miðað við sýni frá því fyrir einum eða tveimur mánuðum.“

Sagði hann í samtali við sjónvarpsstöðina RAI.

Ítalía er í þriðja sæti yfir fjölda látinna á heimsvísu af völdum COVID-19. Aðeins í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa fleiri látist.

Zangrillo sagði að hann telji að sumir sérfræðingar gangi of langt þegar þeir vara við nýrri bylgju faraldursins og vill að stjórnmálamenn taki mið af nýrri stöðu.

„Við neyðumst til að fara aftur í fyrra horf og verða eðlilegt land.“

Ítalska ríkisstjórnin stígur þó varlega til jarðar og breytir ekki stefnu sinni um að fólk eigi að sýna ítrustu varkárni, forðast fjölmenni og gæta vel að þrifum og nota andlitsgrímur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“