fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Renault í miklum vanda – Þarf aðstoð ríkisins til að lifa af

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 07:05

Renault á í miklum vanda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franski bílaframleiðandinn Renault er í miklum vanda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og þarf á aðstoð að halda frá franska ríkinu til að komast í gegnum hremmingarnar. Þetta sagði Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, á föstudaginn.

Í samtali við Europe 1 radio sagði hann að fyrirtækið eigi í „alvarlegum fjárhagsörðugleikum“ og að „Renault gæti horfið“.

Síðasta ár var fyrirtækinu erfitt og var rekstrarniðurstaðan sú versta í áratug. Heimsfaraldurinn hefur síðan aukið á vandræðin.

Bílasala hefur dregist gríðarlega saman og mikil truflun hefur orðið á starfsemi bílaverksmiðja en þeim þurfti að loka til að hemja útbreiðslu veirunnar. Renault lokaði 12 verksmiðjum í Frakklandi um miðjan mars en er að opna þær aftur þessa dagana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig