fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Lögreglan telur sig vita hvar Anne-Elisabeth var myrt

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. maí 2020 05:30

Heimili Hagen-hjónanna og Anne-Elisabeth á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan telur mjög líklegt að Anne-Elisabeth Hagen, sem hvarf frá heimili sínu í útjaðri Osló þann 31. október 2018, hafi verið myrt á heimilinu og lík hennar hafi síðan verið flutt á brott. Lögreglan telur einnig líklegt að hún hafi verið kyrkt.

Þetta er ein af þeim kenningum sem lögreglan vinnur einna mest með þessar vikurnar að því er segir í umfjölunn VG. Blaðið segir að mikilvægar vísbendingar hafi fundist á heimilinu og bendi þær til að Anne-Elisabeth hafi ekki verið rænt, heldur hafi hún verið myrt þennan örlagaríka morgun.

Sérfræðingar lögreglunnar eru sagðir hafa fundið ummerki í húsinu sem sýna að einhver hafi verið dregin eftir gólfum þar. Það styrkir þennan grun að eitt og annað sem tengist klæðnaði hennar hefur að sögn fundist auk lífsýna. Allt þetta hefur styrkt lögregluna í þeirri trú að Anne-Elisabeth hafi verið myrt í húsinu.

Undirréttur í Nedre Romerike hefur einnig komist að þeirri niðurstöðu að margvísleg gögn bendi til að Anne-Elisabeth hafi verið myrt í húsinu.

Málið var í upphafi rannsakað sem mannrán því lausnargjaldskrafa var sett fram. Þegar leið á rannsóknina fór grunur lögreglunnar að beinast að eiginmanni Anne-Elisabeth, Tom Hagen, og nýlega var hann handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann var látinn laus nokkrum dögum síðar eftir að Hæstiréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi. Hann neitar að hafa komið nálægt hvarfi og væntanlega morðinu á eiginkonunni en lögreglan er enn þeirrar skoðunar að hann tengist málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða