fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Þessi sjálfsmynd sendi hann beint í fangelsi – Sérð þú af hverju?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. maí 2020 06:54

Sérð þú af hverju hann lenti í fangelsi? Mynd:Tarique Peters/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í mánuðinum ákvað New Yorkbúinn Tarique Peters, 23 ára, að fara gegn öllum ráðleggingum, sem gefnar höfðu verið vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, og fara í frí til Hawaii. Yfirvöld þar krefjast þess að allir ferðamenn skrifi undir samning þar sem þeir lofa að vera í sóttkví í tvær vikur eftir komuna. Brot gegn þessu getur varðar sekt upp á sem nemur rúmlega 700.000 íslenskum krónum eða eitt ár í fangelsi.

Peters skrifaði undir samninginn en hafði greinilega ekki í hyggju að halda sig innandyra eftir að hann kom til O‘ahu þann 11. maí. Hann skráði sig inn á hótel og fór síðan að spóka sig í Waikiki, fór með strætó, stundaði sólböð, fór á brimbretti, tók sjálfsmyndir og birti á Instagram og það varð honum að falli.

Í fréttatilkynningu frá David Ige, ríkisstjóra, kemur fram að Peters sé nú á bak við lás og slá þar sem hann hafði brotið gegn reglum um sóttkví.

„Yfirvöldum var bent á færslur hans á samfélagsmiðlum eftir að fólk sá myndir frá honum þar sem hann var á ströndinni með brimbretti, í sólbaði og á göngu um Waikiki.“

Segir í tilkynningunni. Einnig kemur fram að Peters hafi verið handtekinn snemma dags eftir að starfsfólk hótelsins hafði skýrt lögreglunni frá að hann hefði margoft yfirgefið hótelið.

Peters í fríinu. Mynd:Tarique Peters/Instagram

Peters fær harða útreið á samfélagsmiðlum vegna þessa og er meðal annars sagður „heimskingi ársins“ og „sjálfselskasti maður heims“.

Honum verður ekki sleppt úr varðahaldi fyrr en hann reiðir fram 4.000 dollara í tryggingafé en svo mikla peninga á hann ekki til og heldur ekki móðir hans, Marcia Peters, sem er allt annað en sátt við soninn.

„Ég sagði honum að hann mætti ekki fara. Ég bað hann um að fresta fríinu því hann veit hvað er að gerast í Bandaríkjunum og um allan heim.“

Sagði hún samtali við New York Post.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks