fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Ný spá – Trump mun bíða afhroð í kosningunum í nóvember

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. maí 2020 07:50

Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldur kórónuveiru hefur gjörbreytt hinu pólitíska andrúmslofti í Bandaríkjunum þar sem forsetakosningar fara fram í byrjun nóvember. Áður en heimsfaraldurinn skall á bentu skoðanakannanir til að Donald Trump, sitjandi forseti, myndi bera sigur úr býtum í nóvember en reiknilíkan sýnir að hann muni bíða afhroð.

Góður gangur í efnahagslífinu hefur verið verðmætasta pólitíska eign Trump fram að þessu en nú er staðan önnur vegna heimsfaraldursins. Atvinnuleysi hefur náð áður óþekktum hæðum, einkaneysla dregst saman og þjóðarframleiðsla dregst saman. Sagan segir að slæm staða efnahagsmála, eins og nú er, skiptir gríðarlega miklu máli fyrir sitjandi forseta sem stefnir að endurkjöri.

Oxford Economics birti nýja kosningaspá á miðvikudaginn sem er byggð á reiknilíkani. Samkvæmt spánni mun Trump bíða „sögulegan ósigur“

Reiknilíkanið vinnur út frá atvinnuleysistölum, hversu mikið ráðstöfunarfé almennings er og verðbólgu til að spá fyrir um úrslit. Samkvæmt niðurstöðunum mun Trump aðeins fá 35% greiddra atkvæða sem er mikill viðsnúningur miðað við stöðuna fyrir heimsfaraldur en þá hefði Trump fengið 55% atkvæða samkvæmt reiknilíkaninu. Ef niðurstaðan verður að hann fái aðeins 35% atkvæða verður það versta útkoma forsetaframbjóðanda stóru flokkanna í heila öld.

Reiknilíkanið hefur spáð rétt fyrir um úrslit kosninga frá 1948 að árunum 1968 og 1976 undanskildum og að tveir frambjóðendur, George W. Bush og Trump fengu minnihluta greiddra atkvæða en sigruðu samt vegna uppbyggingar kjörmannakerfisins. CNN skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol