fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Pressan

Honum var rænt fyrir 32 árum – Fyrir 12 dögum kom símtalið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. maí 2020 06:58

Mæðginin. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 32 árum var Mao Yin, 2 ára, á heimleið frá leikskólanum með föður sínum, Mao Zhenjing, í borginni Xian í Shaanxi-héraðinu í Kína. Mao Yin var þyrstur og bað föður sinn um vatn. Þeir stoppuðu því við aðalinngang hótels. Faðirinn leit af syni sínum í nokkrar sekúndur til að útvega vatn en á þessum sekúndum hvarf drengurinn og var eins og jörðin hefði gleypt hann.

Í umfjöllun BBC um málið kemur fram að foreldrar Mao Yin hafi aldrei gefið upp vonin um að finna hann. Móðir hans, Li Jingzhi, hætti í vinnunni til að einbeita sér að leitinni að syninum. Hjónin leituðu hans í tíu héruðum landsins og dreifðu um 100.000 flugritum með mynd af honum í þeirri von að finna hann.

Þann 10. maí, sem er mæðradagurinn í Kína, fengu hjónin síðan langþráð símtal þegar þeim var tilkynnt að Mao Yin væri kominn í leitirnar, 32 árum eftir að honum var rænt.

Lögreglan fékk nýlega ábendingu um barnlaust par, sem býr um 1.000 km frá Xian, sem hafði greitt sem nemur um 120.000 íslenskum krónum fyrir tveggja ára strák fyrir löngu síðan. Þetta reyndist vera Mao Yin og var það staðfest með DNA-rannsókn.

Fjölskyldan sameinuð á nýjan leik. Skjáskot/YouTube

Þegar staðfesting á þessu lá fyrir hitti hann foreldra sína loksins eftir 32 ára aðskilnað. Hann hafði gengið undir nafninu Gu Ningning í öll þessi ár. Hann rekur eigin verslun en ætlar nú að taka sér frí til að kynnast fjölskyldu sinni upp á nýtt.

Lögreglan er enn að rannsaka málið og hefur ekki veitt nánari upplýsingar um fólkið sem keypti Mao Yin.

Rán á börnum hefur verið stórt vandamál í Kína áratugum saman. BBC segir að engar opinberar tölur séu til yfir hversu margra barna sé saknað í landinu en á netsíðunni Baby Come Back Home eru rúmlega 22.000 færslur frá foreldrum sem leita að börnum sínum.

Fyrir fimm árum var talið að um 20.000 börnum væri rænt árlega í Kína en nýrri tölur liggja ekki fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins