fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Pressan

Kántrístjarnan harðlega gagnrýnd fyrir þessa mynd – Sérð þú af hverju?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. apríl 2020 06:59

Myndin sem um ræðir. Mynd:Jessie James Decker/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kántrísöngkonan Jessie James Decker, 32 ára, hefur verið harðlega gagnrýnd að undanförnu eftir að hún birti meðfylgjandi mynd af sér. Eins og sést situr hún fyrir í stuttermabol og nærbuxum í stól í svefnherberginu og er með rauðvínsglas í höndinni.

Myndin á greinilega að vera kynæsandi en hana birti Decker á Instagram. People skýrir frá þessu. Viðbrögðin við myndinni létu ekki á sér standa og margir spurðu hvort henni fyndist þetta viðeigandi.

Ástæðan er að í bakgrunni sést fjögurra ára sonur hennar í rúminu.

https://www.instagram.com/p/B_Q3C8CnnlY/?utm_source=ig_embed

Decker svarar fyrir sig og segist ekki taka gagnrýnina nærri sér. Hún segist kenna börnunum sínum að mannslíkaminn sé fallegur og ekkert til að skammast sín fyrir.

Einn spurði hana hvort hana þyrsti virkilega svona mikið í athygli.

„Já, ég fæ ekki næga ást. Fæ ég faðmlag?“

Skrifar Decker og fer mikinn í athugasemdakerfinu. Þar segir hún að kórónuveirufaraldurinn og sú heimavera sem fylgir honum valdi því að hún drekki meira áfengi en áður. Það geri hún þegar börnin hennar þrjú, sem eru 2, 4 og 6 ára, sofi.

Jessie James Decker. Mynd:Jessie James Decker/Instagram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjögurra barna móðir skotin til bana – fór á rangt heimili í vinnunni

Fjögurra barna móðir skotin til bana – fór á rangt heimili í vinnunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Fyrir 4 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull