fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Telja að heilsu Boris Johnson hafi hrakað

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. apríl 2020 07:58

Boris Johnson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom í fréttum í gær var Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lagður inn á sjúkrahús í gær. Hann skýrði frá því í síðustu viku að hann hefði greinst með COVID-19 veiruna og væri því í einangrun heima við. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Johnson hafi verið lagður inn á sjúkrahús til að gangast undir frekari rannsóknir. Í umfjöllun The Guardian um málið í dag kemur fram að líklegt sé að heilsu Johnson hafi hrakað. Erfitt sé að sjá að hann væri lagður inn á sjúkrahús, sem eru undir gríðarlega miklu álagi vegna COVID-19 faraldursins, til að gangast undir rannsóknir sem væri hægt að framkvæma í bústað forsætisráðherra í Downingstreet 10.

Í umfjöllun blaðsins er bent á að flestir jafni sig á COVID-19 á um viku og margir viti jafnvel ekki með vissu að þeir hafi verið smitaðir. Fólki sé ráðlagt að halda sig heima, hvílast og taka verkjalyf. Í 80% tilfella dugi þetta til.

Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa ráðlagt fólki að leita til læknis ef einkenni sjúkdómsins, aðallega þurr hósti, hiti og þreyta, ganga ekki yfir á viku eða versna.

Johnson hefur ekki náð sér á fyrstu viku sjúkdómsins og var lagður inn á sjúkrahús til að gangast undir frekari rannsóknir en The Guardian telur ólíklegt að hann hefði verið lagður inn á sjúkrahús nema heilsu hans hafi hrakað enda sé heilbrigðiskerfið undir gríðarlegu álagi. Blaðið telur að nú verði líklega teknar lungnamyndir af honum til að rannsaka hvort hann sé með lungnabólgu og að margvíslegar rannsóknir verði gerðar á blóði hans. Læknar muni rannsaka hvort sjúkdómurinn hafi ágerst og gangi úr skugga um að sjúkdómurinn hafi ekki færst yfir á stig tvö en þá fer ónæmiskerfi líkamans á yfirsnúning. Það bregst þá of harkalega við veirunni og ræðst þá einnig á líffæri hins smitaða. Það er ástæðan fyrir því að margir enda á gjörgæslu og í öndunarvél.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 6 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 1 viku

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“