fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Bretar hunsa smitvarnir til að fara í sólböð: „Ég vildi óska þess að ég þyrfti ekki að taka þetta fram“

Pressan
Sunnudaginn 5. apríl 2020 09:49

Skjáskot frá Sky News

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðuneytisstjóri breska heilbrigðisráðuneytisins, Matt Hancock, segir að fólk í sólböðum sé að brjóta gegn samkomubanni.

Þúsundir Breta hafa hunsað smitvarnar fyrirmæli yfirvalda til að njóta veðurblíðunnar þar í landi.

Í dag gera veðurspár ráð fyrir því að veður í Bretlandi nái 20 gráðum og fólk því eðlilega spennt fyrir því að njóta útiveru.

„Sólböð brjóta reglurnar sem hafa nú verið settar sökum mikilvægra heilbrigðissjónarmiða“ sagði Hancock í morgun við Sky News fréttastöðina. „Ég vildi óska þess að ég þyrfti ekki að taka þetta fram, en ég þarf þess því landið okkar vill komast í gegnum þennan farald, allt landið vill komast í gegnum þessa stöðu eins fljótt og auðið er. Og til þess að það geti gerst, og til að vernda líf í samfélaginu, og til að vernda heilbrigðiskerfið og minnka á lagið á því, þá er skilvirkasta leiðin að fylgja leiðbeiningum og halda sig innandyra nema ef þú uppfyllir þau skilyrði sem við höfum sett fyrir útiveru.“

Hancock benti einnig á að þær leiðbeiningar sem ríkisstjórnin hafi sett varðandi faraldurinn séu ekki valkvæðar heldur séu þessar aðgerðir stuttar af lögum.

„Við höfum verið ákaflega skýr  með það að þú ættir ekki að yfirgefa heimili þitt nema vegna fjögurra ástæðna – ef þarft að sækja þér læknisaðstoð, til að kaupa mat, til að fara til vinnu – sé fjarvinna ekki í boði, eða til að stunda hreyfingu. Ég skil vel að þetta sé erfitt en vandamálið er að þegar þú ferð út þá er það ekki bara það að þú gætir farið nær einhverjum en tvo metra, heldur gætir þú einnig verið að dreifa veirunni með því að snerta hluti sem síðan einhver annar snertir, og sömuleiðis gætir þú smitast með þeim hætti. Við erum mjög skýr með þessar reglur og hvað fólk má og má ekki gera. Þessar reglur eru studdar með lögum. Þetta er ekki beiðni, þetta er lagaleg skylda og fólk verður að fara eftir henni.“

Hancock segir að það sé lítill minnihluti Breta sem hafi ákveðið að hunsa reglurnar og séu með því að stofna lífi annara í hættu sem og sínu eigin.

„Yfirgnæfandi meirihluti Breta er að fylgja reglum heilbrigðisyfirvalda og það er lífsnauðsynlegt að halda sig heima. En það er lítill minnihluti fólks sem gerir þetta ekki – og það er eiginlega bara ótrúlegt að sjá að það eru einstaklingar sem fara ekki eftir reglunum.“

Frétt Metro um málið

Frétt Sky News

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum