fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Heilbrigðiskerfið hefur ekki undan vegna COVID-19 – Vænta þess að sjá lík á götum úti

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. mars 2020 05:59

Times Square í New York.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

New York er miðpunktur COVID-19 faraldursins í Bandaríkjunum. Mikið mæðir á heilbrigðiskerfinu í New York ríki og New York borg. Nú er svo komið að sjúkraflutningaþjónustan í borginni er að kikna undan álagi.

Mörg hundruð sjúkraflutningamenn eru frá vinnu því þeir eru veikir og neyðarlínan hefur ekki undan að svara símhringingum frá fólki sem þarfnast aðstoðar. Þetta hefur Reuters eftir heilbrigðisstarfsfólki í borginni.

Um átta milljónir manna búa í New York en borgin er gríðarlega þéttbýl og smitleiðir því margar. Sjúkraflutningamenn óttast að heilbrigðiskerfi borgarinnar muni hrynja algjörlega saman. Um 20 prósent sjúkraflutningamanna eru nú frá störfum vegna veikinda en margir þeirra eru smitaðir af COVID-19. Tveir þeirra eru í öndunarvélum.

Ofan á þetta bætist að neyðarköllum fjölgar stöðugt. Á fimmtudaginn bárust rúmlega 6.000 símhringingar til Emergency Medical Service, sem er neyðarlínan í New York, að sögn Vincent Variale formanns stéttarfélags sjúkraflutningamanna.

„Við höfum slegið öll fyrri met.“

Sagði hann.

Sjúkraflutningaþjónustan verður að sjá um flutninga á gríðarlegum fjölda COVID-19 smitaðra auk fólks með aðra sjúkdóma og vegna slysa. Álagið er farið að segja til sín, bæði andlega og líkamlega. Þeir sem svara í síma hjá neyðarlínunni segja álagið vera slíkt að þeir komast ekki á salernið.

„Ef þetta heldur svona áfram eigum við von á að sjá lík á götum úti.“

Sagði Variale.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá