fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Nieu er besta land heims fyrir stjörnuskoðunarfólk

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. mars 2020 22:30

Frá Niue. Mynd:Niue Tourism

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjan Nieu í Kyrrahafinu er best land heims fyrir stjörnuskoðunarfólk til að stunda iðju sína. Landið hefur nú hlotið viðurkenningu International Dark-Sky Association (IDA) sem besta landið til þessarar iðju. Samtökin vinna að því að draga úr ljósmengun og gefa fólki tækifæri til að sjá stjörnurnar á himninum.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá IDA. Samtökin hafa áður veitt mörgum svæðum viðurkenningu fyrir að henta vel til stjörnuskoðunar en þetta er í fyrsta sinn sem heilt land fær þessa viðurkenningu.

Niue er lítil eyja þar sem aðeins um 1.600 manns búa og því er ekki mikil ljósmengun þar. Yfirvöld hafa samt sem áður gert sitt besta til að draga úr ljósmengun. Meðal annars hafa sparperur verið settar í alla ljósastaura til að draga úr birtunni frá þeim. Niue er sjálfstjórnarlýðveldi í frjálsu ríkjasambandi við Nýja-Sjáland. Nýja-Sjáland sér um utanríkismál Niue og allir íbúar Niue eru nýsjálenskir ríkisborgarar.

Fáir ferðamenn koma til Niue enda ekki hlaupið að því að komast þangað. Það er flogið þangað tvisvar í viku frá Auckland á Nýja-Sjálandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli