fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Ný rannsókn – Stór morgunverður getur aukið hitaeiningabrennsluna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. febrúar 2020 07:01

Girnilegur morgunmatur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú skiptir morgunkornsdiskinum út með stórum og góðum morgunverði getur það hjálpað til við að léttast og aukið hitaeiningabrennsluna rúmlega tvöfalt yfir daginn. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Í rannsókninni voru efnaskipti 16 karla rannsökuð. Þeir voru beðnir um að borða morgunmat sem innihélt lítið af hitaeiningum og máltíð sem innihélt mikið af hitaeiningum sama daginn. Næsta dag áttu þeir að gera þetta í öfugri röð.

Niðurstaðan var að ef morgunverðurinn var stór en kvöldmaturinn lítill þá jókst hitamyndun líkamans sem stýrir brennslu hitaeininga. Þetta gerðist einnig ef sama magn hitaeininga var innbyrt yfir daginn. Vísindamennirnir komust einnig að því að hitaeiningasnauður morgunverður jók löngun í sætindi yfir daginn.

Dr Juliane Richter, aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir að niðurstaðan sýni að það sé mikilvægt að borða góðan morgunmat.

„Að borða meira í morgunmat í staðinn fyrir kvöldmatinn getur komið í veg fyrir offitu og of hátt blóðsykurgildi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað