fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

Stórhuga áætlanir um hvernig á að stöðva loftsteina sem stefna á jörðina

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 19:00

Bennu. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki miklar líkur á að risastór loftsteinn komi þjótandi utan úr geimnum og lendi í árekstri við jörðina. En líkurnar eru samt sem áður til staðar.  Af þeim sökum vinna vísindamenn við Massachusetts Institute of Technology (MIT) nú að því að gera áætlanir um hvernig er hægt að stöðva slíka loftsteina og koma í veg fyrir árekstur.

Vísindamennirnir segjast nú hafa þróað ákveðinn ramma fyrir viðbrögð við yfirvofandi árekstri jarðarinnar og loftsteins. Ramminn á að hjálpa til við að velja hvaða leið verður fyrir valinu til að koma í veg fyrir árekstur.

Þann 13. apríl 2029 mun stór loftsteinn fara mjög nærri jörðinni okkar. Hann nefnist 99942 Apophis eftir egypska slönguguðinum Apep, sem er guð ringulreiðarinnar. Loftsteinninn mun fara framhjá jörðinni á 108.000 km/klst en braut hans mun liggja á milli jarðarinnar og tunglsins. Af þekktum stórum loftsteinum er Apophis sá sem kemst næst því að rekast á jörðina á þessari öld.

Í grein, sem birtist í Acta Astronautica nýlega, nota vísindamennirnir „ákvörðunartökukort“ til að leggja mat á hvaða aðferð muni gagnast best til að forða árekstri við Apophis og Bennu (sem er annar loftsteinn sem fer nærri jörðinni).

Vísindamennirnir frá MIT nota massa, hraða og fjarlægð loftsteinanna auk áhrifa þyngdarafls jarðarinnar til að meta líkurnar á hvort og þá hvenær þeir munu rekast á jörðina. Þeir settu einnig inn breytur um hversu langur tími líður frá því að loftsteinar uppgötvast þar til þeir rekast á jörðina. Allir þessir þættir og breytur eiga að vera grunnurinn að ákvarðanatöku um hvernig sé best að koma í veg fyrir árekstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Í gær

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 2 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni
Pressan
Fyrir 3 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat