fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Harmleikurinn í Ástralíu: „Skrímsli“ sem hugsaði ekki um neitt nema sjálfan sig

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir eiga um sárt að binda eftir að þrjú ung börn og móðir þeirra dóu í Ástralíu í gærmorgun. Hannah Clarke, 42 ára, og börn hennar þrjú; Aaliyah 6 ára, Laianah 4 ára og Trey 3 ára, voru í bifreið sem eldur var borinn að í borginni Brisbane.

Rowan Baxter, eiginmaður Hönnuh og faðir barnanna, er talinn hafa kveikt í bílnum. Sjálfur fannst hann látinn fyrir utan bifreiðina, en talið er að hann hafi veitt sjálfum sér áverka með eggvopni sem drógu hann til dauða.

Rowan Baxter
Rowan Baxter

Rowan er fyrrverandi ruðningsleikmaður en talið er að hann hafi stokkið inn í bifreiðina, meðan Hannah var að skutla börnunum í skólann, hellt úr bensínbrúsa og kveikt í. Hannah var flutt alvarlega slösuð á sjúkrahús þar sem hún lést af sárum sínum nokkrum klukkustundum síðar.

Hannah og Rowan voru skilin að borði og sæng, að því er ástralskir fjölmiðlar greina frá. Rowan er sagður hafa beitt konu sína ítrekað ofbeldi sem varð til þess að hún fór frá honum fyrir jól.

Afi barnanna og faðir Hönnuh, Lloyd Clarke, segir að Rowan hafi verið „skrímsli“ sem hugsaði ekki um neitt nema sjálfan sig. Gjörðir hans sýni að honum hafi ekki þótt vænt um börn sín.  Hann segist telja að Rowan fái að „rotna í helvíti“ vegna gjörða sinna í gærmorgun.

Hannah er sögð hafa dvalið á heimili foreldra sinna með börnin þegar Rowan sat fyrir þeim við rólega götu í úthverfi Camp Hill í Brisbane. Hann er sagður hafa stokkið inn í bílinn og borið eld að. Vitni segist hafa séð Hönnuh fara út úr bifreiðinni þar sem hún hrópaði: „Hann hellti bensíni yfir mig.“

Lögregla segir að málið sé í rannsókn. Þar til henni lýkur verður ekkert gefið upp um hvað átti sér stað í gærmorgun, en eins og fyrr segir bendir flest til þess að um mikinn fjölskylduharmleik hafi verið að ræða. Í frétt News.co.au kemur fram að Rowan hafi orðið sífellt ofbeldisfyllri í garð eiginkonu sinnar. Lögregla hafi haft afskipti af Rowan vegna heimilisofbeldis og hann hafi komið fyrir dóm þann 29. janúar síðastliðinn vegna heimilisofbeldis. Þá hafi hann átt að koma aftur fyrir dómara í apríl næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað