fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Ástralskur bær í leðurblökuhelvíti – Myndband

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 19:30

Leðurblökur geta borið veirur með sér. Mynd:Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það veldur ekki mikilli gleði hjá 5.000 íbúum ástralska bæjarins Ingham í Queensland að mörg hundruð þúsund leðurblökur hafa tekið sér bólfestu í bænum. Óhætt er að segja að þetta sé mjög óskemmtileg innrás sem bæjarbúar hafa orðið fyrir.

Leðurblökurnar hafa komið sér fyrir í görðum og í sumum eru þær svo margar að þykkar trjágreinar hafa brotnað undan þunga þeirra.  Það eru mörg önnur vandamál sem fylgja dýrunum. Stærsta „nýlenda“ þeirra í bænum er við sjúkrahúsið og það hefur í för með sér að þyrlur, sem eru notaðar til sjúkraflutninga, verða að lenda annarsstaðar vegna hættu á að þær fái leðurblökur í spaðana.

Foreldrar neyðast jafnvel til að halda börnum heima frá skóla því leðurblökur bera ýmsar óværur með sér, þar á meðal lyssasveiruna en einkenni hennar líkjast hundaæði. Þrír hafa látist af völdum hennar í Ástralíu frá 1996.

Yfirvöld geta lítið aðhafst vegna leðurblakanna því þær eru friðaðar.

https://www.youtube.com/watch?v=2uPTKS-TqQU

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump varð brjálaður þegar hann sá Maduro dansa – Þremur dögum seinna réðst herinn inn í Venesúela

Trump varð brjálaður þegar hann sá Maduro dansa – Þremur dögum seinna réðst herinn inn í Venesúela
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tölvur og snjallsímar gætu hækkað töluvert í verði á árinu – Ástæðan er þessi

Tölvur og snjallsímar gætu hækkað töluvert í verði á árinu – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 4 dögum

17 ára drap hann raðmorðingjann „Nammimanninn“ – Síðan játaði hann að hafa aðstoðað

17 ára drap hann raðmorðingjann „Nammimanninn“ – Síðan játaði hann að hafa aðstoðað