fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Vaknar þú á milli 3 og 5 á nóttinni? Það er ástæða fyrir því

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. janúar 2020 22:00

Hún virðist eiga erfitt með að sofna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er auðvitað langbest að ná að sofa alla nóttina og ná góðum og óslitnum nætursvefni. En það eru ekki allir sem ná því. Margir vakna á nóttinni, kannski til að fara á klósettið eða sinna börnum, en svo eru sumir sem vakna oft á milli klukkan 3 og 5 og eiga erfitt með að festa svefn á nýjan leik. Þetta getur verið ansi erfitt því líkaminn og heilinn neita bara að slaka á og sofa áfram. En það er engin tilviljun að fólk vaknar á þessum tíma.

Þessi tími nætur er oft kallaður úlfatíminn en nafnið vísar í kvikmynd eftir Svíann Ingmar Bergman þar sem fjallað er um hvað gerist á tímanum á milli nætur og dögunar. Á þessum tíma er líkaminn stilltur á hvíld og það hefur áhrif á ýmsa starfsemi hans.

Fyrir þá sem sofa alla nóttina er úlfatíminn sá tími sem svefninn er dýpstur og martraðirnar eru verstar. En fyrir þá sem eru vakandi er þetta tíminn sem ótti og óróleiki tekur völdin.

Dægurryþmi líkamans fylgir sólarupprás og sólsetri sem gerir að verkum að líkamshitinn, blóðþrýstingur og efnaskipti breytast á nóttinni. Um klukkan 04 er starfseminn minnst en þá hvílist líkaminn. En ef fólk finnur fyrir óróleika eða ótta gætir þess sérstaklega mikið á þessum tíma.

Mælt hefur verið með að fólk reyni að undirbúa sig undir nóttina til að tryggja betri nætursvefn. Til dæmis er mælt með að það leggi farsímann og aðra skjái frá sér töluvert áður en lagst er til svefns. Þá er gott að hugleiða hvað það er sem þú hefur áhyggjur af eða stressar þig og hvað þú getur gert til að takast á við það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun