fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

10 ára piltur sagður hafa barnað 13 ára vinkonu sína

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 24. janúar 2020 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvenjulegt mál hefur verið til umfjöllunar í Rússlandi en það varðar tíu ára pilt sem sagður er hafa barnað þrettán ára vinkonu sína. Pilturinn, Ivan, og stúlkan, Daria, hafa meðal annars komið í sjónvarpsviðtöl í Rússlandi.

Í viðtölum við þau hefur komið fram að þau hafi fyrst kynnst fyrir einu ári og það hafi verið ást við fyrstu sín. Daria er komin átta vikur á leið og stendur ekki annað til en að þau ali barnið upp saman með aðstoð foreldra sinna. Í viðtalinu kom fram að þau hafi mátt þola stríðni frá jafnöldrum sínum eftir að í ljós kom að Daria ætti von á barni.

Ýmsir hafa sett spurningamerki við það hvort svo ungur drengur geti verið faðirinn. Þeirra á meðal er læknirinn Evgeny Grekoc sem segir að Ivan sé ekki einu sinni kominn á kynþroskaskeiðið. Þess vegna geti hann ekki verið faðirinn. Annar læknir, Nikolai Skorobogatov, segir þann möguleika þó vera fyrir hendi að Ivan sé faðirinn. Sjálf segir Daria að enginn annar komi til greina.

Fjölmiðlar í Danmörku, Bretlandi og Ástralíu hafa meðal annars fjallað um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“